FÉLAGIÐ

Strandbúnaður

Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Hluthafar eru 16 og er yfirlit yfir þá að finna Hluthafalisti des 2017.

Hugmyndin

Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra. Það hefur verið vöntun á vettvangi fyrir alla þá er tengjast strandbúnaði. Vöntun á hlutlausum vettvangi þar sem fólki gefst tækifæri á að hittast og mynda tengsl.

Árleg ráðstefna

Vettvangurinn mun halda ráðstefnu í mars á hverju ári til að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Ráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar og vonast er til að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka. Í aðdraganda eða í lok ráðstefnu er gert ráð fyrir að halda aðalfundi samtaka, námskeið, kynningafundi og fá þannig fjölda manns innan greinarinnar á Strandbúnaðarvikuna.

Stjórn

Við val á stjórn félagsins er leitast við að hún endurspegli sem best starfsemi strandbúnaðar. Einn fulltrúi verði frá þjónustufyrirtækjum, einn frá opinberri stofnun, tveir frá fiskeldisfyrirtækjum, einn frá skeldýrarækt og einn frá þörungaræktendum.

Enginn situr samfellt lengur en tvö ár í stjórn Strandbúnaðar. Það er gert til að tryggja að sjónarmið sem flestra innan greinarinnar nái fram og stöðugt komi inn aðilar með nýjar hugmyndir og tengingar.

Ársreikningar Strandbúnaðar

Strandbúnaður á Twitter

Strandbúnaður á Facebook