Framtíðarhorfur fyrir eldi og ræktun á Íslandi

Klukkan 14:00 – 14:50 í Gullteig

Umsjónarmaður: Einar Kristinn Guðfinnsson

Málstofustjóri: Gunnar Þórðarson

Hvert stefnir íslenskt fiskeldi? Hverjar eru áskoranirnar og hvert lítum við til fyrirmynda? Laxeldi er hátæknigrein sem mun þarfnast sérhæfðs starfsfólks með menntun og þekkingu. Hver eru  verða verkefnin, tækifærin og áskoranirnar sem vöxtur í fiskeldi mun hafa í för með sér jafnt á framhalds- og háskólastigi? Hvað er í boði á framhalds og háskólastigi og fyrir starfandi fólk í fiskeldi?  Hver eru áformin um eflingu náms og rannsókna á sviði fiskeldis og þýðing þess að nám og rannsóknir eflist hér innanlands?

Horft er til Íslands sem miðpunkts í framleiðslu sjávarfangs. Hvaða tækifæri felast í virðiskeðju íslensks sjóeldislax? Hvaða tækifæri geta stuðlað að samkeppnisforskoti okkar og hverjar eru áskoranirnar. Getum við heimfært yfirburðastöðu okkar í framleiðslu á hvítfiski yfir á eldisfisk?  Hverjir verða möguleikar okkar á mörkuðum Evrópu fyrir full unnar laxaafurðir í framtíðinni? Um hvað snúast yfirstandandi viðræður um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir þar með talið fiskeldis og hver eru tækifærin?

Erindi þessarar málstofu:

 • Fish health management in Aquaculture
  Klukkan 14:45 í Gullteig Arnfinn Aunsmo, Consultant/Professor Fish health management requires systematic and structured approach in a company or an industry over time to succeed. The systematic work will give understanding and decision support in spending resources in a best …
 • Staða samninga EES við ESB um tolla á fullunnum sjávarafurðum
  klukkan 15:00 í Gullteig Ingólfur Friðriksson, deildarstjóri EES málefna í Utanríkisráðuneytinu
 • Starfsmenntun í fiskeldi á framhaldskólastigi
  Klukkan 14:30 í Gullteig Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans Þrátt fyrir ýmsar tilraunir þar að lútandi síðustu áratugina, þá á nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi á Íslandi sér frekar stutta sögu.   Erindið fjallar um aðdraganda og uppbyggingu starfstengds náms á …
 • Mikilvægi menntunar í fiskeldi
  Klukkan 14:15 í Gullteig Hólmfríður Sveinsdóttir, Háskólinn að Hólum Fiskeldi er sú atvinnugrein á Íslandi sem spáð er hvað mestum vexti í útflutningsverðmætum í náinni framtíð. Gert er ráð fyrir tvöföldun í framleiðslumagni í íslensku fiskeldi á næstu fimm árum …
 • Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska sjóeldislaxins
  klukkan 14:00 í Gullteig Sigurður Jökull Ólafsson, MSc Til að varpa ljósi á hvernig laxeldisgreininni í sjó geti best háttað starfsemi sinni til langframa, ákvað undirritaður að miða meistararannsókn sína við Háskóla Íslands, að því að greina hvaða tækifæri fælust …

Leave a Reply

Your email address will not be published.