Strandbúnaður 2018 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica dagana 12 – 13.mars.  Á Strandbúnaði 2017 voru um 260 skráðir þátttakendur og vonumst við til að vel verði einnig mætt á næsta ári.

Nýtt ráðstefnhótel

Strandbúnaður 2017 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Þar eru breytingar fram undan og mun ráðstefnusalurinn Gullteigur ekki vera í notkun á árinu 2018.  Við flytjum okkur því yfir til  Hilton Reykjavík Nordica.  Þar eru ráðstefnusalir stærri og meira rými fyrir sýningarbása.

Dagskrá

Stjórn ráðstefnunnar hefur nú hafið undibúning að Strandbúnaði 2018.  Dagskrádrög mun birtast seinnihluta ársins.