Skráning hafin

Vakin er athygli á að skráning á Strandbúnað 2017 er hafin og með því að fara inn á slóðina HÉR er hægt að skrá sig. Ein af málstofunum sem verða á Strandbúnaður 2017 er Framtíð í bleikjueldi á Íslandi.  Í málstofunni verður gefið yfirlit yfir stöðu íslensk bleikjueldis í alþjóðlegu samhengi. Ísland er leiðandi í bleikjueldi á heimsvísu og sem felur m.a. í sér að við þurfum að hafa frumkvæði í rannsókna- og þróunarstarfi s.s. kynbótum, fóðurmálum og heilbrigðismálum til að tryggja framgang og samkeppnishæfni greinarinnar. Hvernig höfum við staðið okkur og hverjar eru helstu áskoranir á næstu árum?  Kynbætur og hrognaframleiðsla leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu bleikjueldis á Íslandi en skiptar skoðanir eru um í hve miklu mæli kynbótastarfið hefur skilar sér inn í rekstur bleikjueldisfyrirtækja. Hver stefnum við með rannsóknarvinnu og þróunarstarf?  Er það að endurspegla áskoranirnar og þarfir greinarinnar m.t.t. áframhaldandi uppbyggingar?    Hver er framtíðarsýn bleikjuframleiðenda á Íslandi?  Hvað mun takmarka vöxt greinarinnar til skemmri og lengri tíma?

Strandbúnaður er kominn með Twitter síðu.

Hægt er að sækja uppfærða dagskrá HÉR.

Þú gætir einnig einnig haft áhuga á....

Vinsælar færslur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *